Borgarbyggð - Forsíða
Aðrir vefir Borgarbyggðar
Ráðhús Borgarbyggðar
   Borgarbraut 14
   310 Borgarnes
   Sími 433 7100
   Fax 433 7101
   Kt: 510694-2289
Skrifstofa Reykholti
   320 Reykholt
   Sími 433 7100
   Fax 433 7130
EnglishPolskiDanskDeutsch
Atburðadagatal
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
Fyrri mánuður
nóvember 2014
Næsti mánuður
26. nóvember 2014

Fjórar grenndarstöðvar verða fjarlægðar fyrir mánaðarmót

Fjórar grenndarstöðvar í Borgarbyggð, sem ekki eru í nálægð við sumarhúsabyggð nema aðgengi sé gott í aðra grenndarstöð skammt frá, verða fjarlægðar á næstu dögum.

 

Þetta eru eftirfarandi stöðvar:

-Stöðin við Jörfa.

-Stöðin við Hvítárbakka.

-Stöðin við Kaldármela.

-Stöðin við Síðumúla.

-Síðan verður fjarlægður einn af gámunum við Tungulæk.

 

Þá eru enn eftir 22 grenndarstöðvar af þeim 40 sem voru í sveitarfélaginu auk flokkunarstöðvarinnar við Sólbakka. Stöðvunum verður ekki fækkað meira fyrr en búið er að koma upp flokkunarkörum á sumarhúsasvæðunum. Stefnt er að því verði lokið fyrir mánaðarmótin apríl-maí 2015.

26. nóvember 2014

Skipulagsmál - lýsingar vegna skipulagstillagna

Lýsingar vegna skipulagstillagna fyrir skotæfingasvæðið í landi Hamars og Húsafell - steinharpan.

 

Skotæfingasvæði í landi Hamars

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 14. ágúst 2014 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Skotæfingasvæði í landi Hamars.

Fyrirhugað er að breyta landnotkun svæðis úr landbúnaði í íþróttasvæði. Reið- og gönguleið sem liggur að svæðinu verður skilgreind sem vegur og ný veglína reið- og gönguleiðar verður fundin fjær skotæfingasvæðinu.  Lýsinguna í heild er hægt að sjá með því að smella hér.

  

Húsafell

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 8. október 2014 að auglýsa lýsingu vegna deiliskipulags lóðar í landi Húsafells 1.

Markmið deiliskipulagsins er að byggja upp sýningarskála, menningarhús og þjónustuhús vegna menningartegndrar starfsemi í Húsafelli.  Lýsinguna í heild er hægt að sjá með því að smella hér.

 

Lýsingarnar liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 21. nóvember til 1. desember 2014 og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 1. desember 2014 annað hvort í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnes eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is

 

Borgarnesi 18. nóvember 2014

Lulu Munk Andersen

skipulags- og byggingarfulltrúi

 

 

25. nóvember 2014

Kveikt á jólatré Borgarbyggðar

Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli (við Ráðhús) í Borgarnesi sunnudaginn 30. nóvember kl. 17.00.

 

Dagskrá

Ávarp Guðveigar Eyglóardóttur formanns byggðarráðs

Kór eldri borgara syngur nokkur lög undir stjórn Zsuzsönnu Budai.

Jólasveinar koma til byggða og gleðja með söng og skemmtilegheitum.

Nemendur níunda bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi gefa gestum heitt kakó.

 

Ef veður verður slæmt verður athöfninni frestað.

 

Myndina tók Guðlaugur Óskarsson

 

25. nóvember 2014

Fræðslukvöld Faxa - Kynbætur og keppnisandi

Fræðslukvöld á vegum fræðslunefndar Faxa verður á Mið - Fossum í kvöld, þriðjudaginn 25. nóvember og hefst kl. 20.00.

Þorvaldur Kristjánsson kynbótadómari og kennari við LbhÍ flytur erindið Ganghæfni íslenskra hrossa - Áhrif sköpulags og skeiðgens. Viðar Halldórsson félagsfræðingur fjallar um Viðhorf og árangur - forsendur árangurs einstaklinga og hópa.

 

25. nóvember 2014

Íshafsskipalestirnar frá Hvalfirði í seinni heimstyrjöldinni

Í kvöld, þriðjudaginn 25. nóvember mun Magnús Þór Hafsteinsson rithöfundur og blaðamaður flytja fyrirlestur í  Snorrastofu um skipalestir þær, sem sigldu á milli Hvalfjarðar og Norðvestur Rússlands í heimsstyrjöldinni síðari sumarið 1941, þegar Þjóðverjar höfðu gert árás á Rússa. Fyrirlesturinn verður í bókhlöðu Snorrastofu og hefst kl. 20.30.